Velkomin til

Fleiri viðskiptavinir, meiri velta, tíðari viðskipti
Velkomin til! Yoyo Go

Eins einfalt og að fara í frí og alveg jafn velkomið

Yoyo Go var stofnað árið 2013 í Bretlandi. Yoyo Go er í samstarfi við mörg af stærstu smásölufyrirtæki heims með það að markmiði að ná í og viðhalda viðskiptavinum með því að bjóða uppá gefandi upplifun fyrir viðskiptavini. Yoyo Go er alþjóðlegt fyrirtæki með yfir 3 milljón fjárhagsfærslur á mánuði, með yfir 3,5 milljón notendur og yfir 750.000 virka notendur á mánuði.

Yoyo Go heimilar þér að búa til og hafa umsjón með spennandi og hvetjandi vildarkerfi sem byggist á appi fyrir fyrirtækið þitt til þess að aðstoða við að breyta nýjum viðskiptavinum í fastagesti, og fastagestum í trygga viðskiptavini.

Yoyo Go is a multi-award winning platform, empowering businesses like yours.

Með Yoyo Go þá getur þú

Verðlaunað, stækkað og það sem mikilvægast er, viðhaldið dýrmætum viðskiptavinum.

Öðlast betri skilning á viðskipavinum þínum með kröftugri innsýn á því sem þeir eyða peningum í, hvenær og af hverju.

Tengst viðskiptavinunum þínum betur með markmiðasettum tilboðum sem þeim mun líka við.

Aukið sölu með því að auka tíðni heimsókna viðskiptavina og magn þess sem er keypt.

Komið nýjum fótum inn í verslun þína, og gengið úr skugga um að viðskiptavinirnir sem tengjast þessum fótum haldi alltaf áfram að koma til þín, aftur og aftur.

Þú ert bara fyrirtæki, sem stendur fyrir framan viðskiptavin, og biður hann um að elska þig.

Þetta er gömul saga og ný. Viðskiptavinur stendur frammi fyrir fyrirtæki. Þetta er ást við fyrstu sýn. Viðskiptavinur yfirgefur fyrirtækið eins og enginn sé morgundagurinn. Getur vildarkerfið okkar komið þeim aftur saman? Höskuldarviðvörun: já.

66% af viðskiptavinum segja að þeir breyta eyðslumynstri sínu til þess að hámarka ávinning vildarpunkta, sem þýðir að rétta vildarkerfið getur haft gríðarlega jákvæð áhrif á fyrirtækið þitt.

Yoyo Go, empowering you without prohibiting costs.

Með Yoyo Go þá getur þú:

 • Valið á milli þess að setja upp vildarkerfi sem byggir á punktum eða stafrænu stimpilkorti.
 • Skilgreint hvernig viðskiptavinir safna vildar-punktum/stimplum og hvað þeir fá í verðlaun fyrir það.
 • Aðlagað og markaðssett seljendasvæði þitt innan Yoyo Go appsins okkar.

Með Yoyo Go þá geta viðskiptavinir þínir:

 • Tengt debet- og kreditkort sín við fyrirtæki þitt í Yoyo Go appinu.
 • Öðlast vildarpunkta sjálfkrafa um leið og þeir borga í posanum þínum.
 • Nálgast verðlaun sín með gjafakortum innan Yoyo Go appsins.
 • Fundið fyrirtækið þitt í gegnum leitaraðgerð Yoyo Go appsins.

Þetta er einfalt. Þetta er fyrirhafnarlaust. Þetta hefur alla kosti hefðbundins sjálfstæðs vildarkerfis, að frádregnum miklum kostnaði og umfangsmikilli kerfisstjórnun.

Við skulum halda flækjustiginu í lágmarki

Með Yoyo Go, þá getur þú klárað uppsetninguna og byrjað eftir um það bil 10 mínútur, það er loforð!

Þegar þú hefur búið til Yoyo Go aðganginn þinn og sett upp fyrirtækjaprófílinn þinn þar, þá er hægt að byrja strax á skemmtilega hlutanum: að hanna herferðir til þess að draga að, viðhalda og tengjast viðskiptavinum, gömlum og nýjum, í gegnum sérsniðna vildarkerfið þitt.

Sign up with Yoyo Go.

Lærið að þekkja viðskiptavini ykkar betur en nokkru sinni fyrr

Í gegnum seljendasvæði Yoyo Go færðu aðgang að gögnum og nákvæmum skýrslum til þess að aðstoða þig við að forgangsraða, skipuleggja o.s.frv.

Á hvaða tímapunkti sem er þá munt þú geta séð:

Hoppaðu um borð - skráðu þig núna!

Settu af stað kraftmiklar CRM herferðir með nokkrum smellum

Með þau tæki og tól að vopni sem Yoyo Go veitir varðandi hegðun viðskiptavina þinna, þá getur þú skipulagt og sett af stað markvissar CRM herferðir til þess að auka viðskipti á rólegustu tímum dagsins, vikunnar eða mánaðarins. Með aðgengi að ýmis konar áhrifaríkum tækjum og tólum, þá er auðvelt að hanna og setja af stað nýja herferð, og Yoyo Go appið mun láta viðskiptavini þína vita af þeim með því að senda beinar tilkynningar auk tilkynninga innan appsins, sem eykur umferð í verslunina þína.

Launch campaigns with Yoyo Go!

Allt klárt? Byrjum Yoyo Go partýið!

Viltu einfalt vildarkerfi fyrir fyrirtæki þitt sem byggir á greiðslukortatengdu appi og heldur einnig utan um viðskiptavini þína í gegnum CRM kerfi? Allt þetta gæti orðið þitt!

Get CRM with Yoyo Go!

Skráðu þig núna!

TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR: POSAR/VERSLANIR/VELTA

Samstarfsaðilar

Þarftu dansfélaga?

Leyfðu okkur að bjóða þér upp í dans!

Endurseldu eða bentu á Yoyo Go.

 • Búðu til viðbótartekjustreymi fyrir fyrirtækin sem þú þjónustar
 • Yoyo Go býður upp á frumlegt og virðisaukandi vildarkerfi fyrir seljendur þína
 • Auktu færslutekjur þínar í gegnum eyðslu sem skapaður er hvati fyrir
Partner with us

Hafðu samband við okkur! Við myndum elska að vinna með þér.

Samstarfsaðilar

Umsagnir

Caffe Nero
“Yoyo gerir okkur kleift að komast nær viðskiptavinum okkar og byggja upp betri langtímasambönd.”
James Fleet
CRM & Partnerships
Mastercard
“Yoyo hefur náð að sameina öll helstu grundvallaratriðin um hvernig skal ná að viðhalda tryggð viðskiptavina.”
Jonathan Wood
Consumer Applications
Planet Organic
“Yoyo er að aðstoða okkur við að verða fyrsti kostur hjá viðskiptavinum og á undan þróuninni í okkar bransa.”
Al Overton
Buying Director

Algengar spurningar

Yoyo Go hefur alla kosti hefðbundins sjálfstæðs vildarkerfis, að frádregnum miklum kostnaði og umfangsmikilli kerfisstjórnun. Kerfið var hannað með það að markmiði að byggja upp og stækka viðskiptavinasambönd sem skipta máli fyrir seljendur eins og þig.

Yoyo Go er með fjögur meginmarkmið:

 • Auka tíðni heimsókna viðskiptavina þinna
 • Auka meðal körfustærð viðskiptavina þinna
 • Auka tryggð viðskiptavina
 • Ná í nýja viðskiptavini

Einn af helstu kostum Yoyo Go er að viðskiptavinir þurfa einungis að ná í eitt app (Yoyo Go appið) til að geta byrjað að safna vildarpunktum hjá öllum uppáhalds seljendunum sínum í stað þess að þurfa ná í nýtt app fyrir hvert fyrirtæki sem þeir versla hjá. Viðskiptavinir munu jafnframt sjá í appinu hvaða seljendur bjóða uppá Yoyo Go vildarpunkta og eru því líklegri til að versla hjá seljendum sem eru tengdir við Yoyo Go vildarkerfið.

Með Yoyo Go getur þú einnig sent tilboð á viðskiptavini þína í gegnum appið út frá kauphegðun þeirra, t.d. gætir þú boðið tvöfalda vildarpunkta á þeim tímum dagsins sem að þeir eru yfirleitt ekki að versla hjá þér.

Það er mjög einfalt fyrir þig sem seljanda að skrá þig hjá okkur. Þú býrð bara til aðgang með því slá inn netfang þitt, auðkennir netfangið þitt og velur þér lykilorð. Síðan slærðu inn upplýsingar um fyrirtæki þitt og allar verslanir þínar.

Að lokum er komið að skemmtilegasta hlutanum: að ákveða hvernig vildarkerfi þú vilt bjóða viðskiptavinum þínum upp á. Þú getur valið á milli þess að setja upp vildarkerfi sem byggir á punktum eða stafrænu stimpilkorti.

Þú hefur tvo valkosti til að setja upp vildarkerfið þitt.

 1. Settu upp stafrænt stimpilkort sem hvetur viðskiptavini til að auka tíðni heimsókna þeirra til þín og til að eyða meiru hjá þér til að vinna sér inn stimpil. Þegar viðskiptavinir hafa fyllt stimpilkortið sitt fá þeir gjafabréf í Yoyo Go appið sitt sem gefur þeim þann afslátt sem þú hefur ákveðið.
 2. Settu upp stafræna punktasöfnun sem hvetur til aukinnar heildareyðslu viðskiptavina á öllu vöruúrvali þínu. Þú þarft að ákveða hvað þú vilt hafa í verðlaun fyrir punktasöfnun, þú getur haft fleiri en ein verðlaun í boði. Viðskiptavinir safna 1 punkti fyrir hverja krónu sem þeir borga hjá þér. Þú þarft svo að ákveða hversu marga punkta þarf að safna fyrir hver verðlaun sem þú ætlar að hafa í boði. Að lokum þarft þú að setja inn verðið í krónum fyrir hver verðlaun svo að afslátturinn reiknist rétt í posanum þegar að viðskiptavinur nær í verðlaun sín.

Með stafrænu stimpilkorti safna viðskiptavinir þínir stimplum í hvert skipti sem þeir versla yfir ákveðna upphæð sem þú ákveður. Þegar þeir hafa safnað nægjanlegum fjölda stimpla (4-10 stimplum) þá munu þeir geta náð sér í verðlaun sem þú hefur ákveðið að séu í boði.

Með stafrænni punktasöfnun þá safna viðskiptavinir vildarpunkta í hvert skipti sem þeir versla hjá þér. Þeir geta síðan notað þessa vildarpunkta til að velja sér verðlaun á verslunarsvæði þínu í Yoyo Go appinu.

Seljendasvæði Yoyo Go er hannað til að aðstoða þig við að skilja kauphegðun viðskiptavina þinna betur.

Þar færðu aðgang að nákvæmum gögnum sem sýna m.a.:

 • Hversu margar færslur tengdar vildarkerfinu fóru fram.
 • Heildarvirði þessara færslna.
 • Meðal körfustærð fyrir einstakar færslur.
 • Hversu marga heildar notendur, virka notendur og nýja notendur þú hefur.
 • Hversu oft viðskiptavinur heimsækir þig (tíðni).
 • Vinsælasti tími dagsins.
 • Vinsælasti dagur vikunnar.

Á verslunarsvæði þínu geta viðskiptavinir þínir séð glæsileg verðlaun og vildarpunktatilboð sem þú ætlar að bjóða upp á. Ef þú ert með fleiri en eina verslun þá tengjast þær allar inn á þetta sama verslunarsvæði þitt í appinu. Til að setja upp verslun þína í Yoyo Go þarftu að setja inn lógóið þitt og bakgrunnsmynd sem endurspeglar verslun þína.

Settu upp stafrænt stimpilkort þegar þú skráir þig sem seljanda hjá okkur. Þegar þú setur upp stimpilkort þarft þú að ákveða eftirfarandi:

 • Fjölda stimpla sem viðskiptavinir þurfa að safna til að fá verðlaun (verður að vera á milli 4 og 10 stimpla).
 • Hvort að viðskiptavinir safni einungis einum stimpli hjá þér í hvert skipti sem þeir versla hjá þér fyrir hvaða upphæð sem er eða hvort að viðskiptavinir geti safnað fleiri en einum stimpli með sömu greiðslunni (t.d. að þeir fái tvo stimpla ef þeir versla yfir 2000 kr og þú hefur ákveðið að það þurfi að versla fyrir 1000 kr til að fá stimpil).
 • Nafnið á stimpilkortinu (t.d. “Borgið 1000kr til að fá stimpil”).
 • Reglur stimpilkortsins

Settu upp stafræna punktasöfnun þegar þú skráir þig sem seljanda hjá okkur. Þegar þú setur upp stafræna punktasöfnun þarft þú að ákveða eftirfarandi:

 • Hvað þú vilt hafa í verðlaun fyrir punktasöfnun, þú getur haft fleiri en 1 verðlaun í boði.
 • Hversu marga punkta þarf að safna fyrir hver verðlaun sem þú ætlar að hafa í boði (viðskiptavinir safna 1 punkti fyrir hverja krónu sem þeir borga hjá þér).
 • Setja inn verðið í krónum fyrir hver verðlaun svo að afslátturinn reiknist rétt í posanum þegar að viðskiptavinur nær í verðlaun sín.

Ertu að leita að sérsniðinni lausn?

Við getum aðstoðað.
Need a custom solution?

HAFÐU SAMBAND

Ertu tilbúin/n að sjá hvernig Yoyo Go virkar og fá frekari upplýsingar um hvernig vildarkerfið getur gagnast fyrirtæki þínu? Segðu okkur aðeins frá fyrirtæki þínu og starfsmaður okkar mun hafa samband við þig sem allra fyrst.